Gleði­legt sumar

Í dag er sumar­dag­urinn fyrsti. Hann er var einnig kall­aður Yngis­meyj­ar­dagur. Sumar­dag­urinn fyrsti  er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumar­mán­uðum í gamla norræna tíma­talinu.

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frost­mark aðfar­arnótt sumar­dagsins fyrsta.

Á vefsetri Í boði nátt­úr­unnar má finna skemmti­legan fróð­leik um sumar­gjafir:

Það er skemmti­legur siður að gefa sumar­gjafir á sumar­daginn fyrsta og óhætt að full­yrða að slíkar gjafir kæta alla krakka. Sumar­gjafir hafa tíðkast hér á landi allt frá sextándu öld og þær eiga sér lengri sögu en jóla­gjafir. Fyrrum var til siðs að gefa börnum jafnt sem full­orðnum sumar­gjafir en með tíð og tíma hefur þessi siður breyst og nú til dags eru það aðal­lega börn sem fá sumar­gjafir.

Starfs­fólk og sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps óskar öllum íbúum gleði­legs sumars og þakkar um leið fyrir veturinn.