Nú í vikunni munu verktakar hefja vinnu við endurnýjun fráveitulagna og jarðvegsskipti í Miðbraut og ysta hluta Hamrahlíðar.
Búast má við einhverjum lokunum vegna þessara framkvæmda en verkið verður unnið í áföngum og raskanir á aðgengi um göturnar samkvæmt því.
Hjáleiðir og aðgengi verða sérstaklega merkt með merkingum verktaka sem í þessu tilfelli er Austurverk ehf.
Reikna má með að framkvæmdir standi yfir fram í september mánuð en þá er gert ráð fyrir að nýtt malbik verði lagt á þetta svæði.
Óhjákvæmilega fylgja einhverjar truflanir framkvæmdum sem þessum og munu verktakar gera sitt besta til að halda þeim í lágmarki.
Vopnafjarðarhreppur biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar hafa í för með sér og vonar að íbúar og vegfarendur sýni þeim skilning.