Árlegur sumarfundur ríkisstjórnar fór fram á Egilsstöðum fimmtudaginn 31. ágúst. Í tengslum við fundinn hitti ríkisstjórn fulltrúa Vopnafjarðarhrepps, Fjarðabyggðar, Fljótdalshrepps, Múlaþings, Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar.
Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, fór yfir helstu áherslumál Vopnafjarðarhrepps sem og heilbrigðsmál, samgöngumál og atvinnu- og húsnæðismál.
Í máli sínu fór hún yfir uppbyggingu og stöðu atvinnu á Vopnafirði. Hún ræddi mikilvægi góðrar heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og lagði áherslu á samgöngumál í sveitarfélaginu og mikilvægi betri tengingar við Austurland.
Þetta er í sjötta sinn sem ríkisstjórnin heldur sumarfund sinn utan Reykjavíkur, en áður hefur ríkisstjórnin fundað í Langholti í Snæfellsbæ, í Mývatnssveit, á Hellu, á Suðurnesjum og Ísafirði.
Meðfylgjandi eru myndir frá fundinum.