Full­trúar sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi funduðu með ríkis­stjórn

Árlegur sumar­fundur ríkis­stjórnar fór fram á Egils­stöðum fimmtu­daginn 31. ágúst. Í tengslum við fundinn hitti ríkis­stjórn full­trúa Vopna­fjarð­ar­hrepps, Fjarða­byggðar, Fljót­dals­hrepps, Múla­þings, Samband sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi og Aust­ur­brúar.

Sara Elísabet Svans­dóttir, sveit­ar­stjóri Vopna­fjarð­ar­hrepps, fór yfir helstu áherslumál Vopna­fjarð­ar­hrepps sem og heil­brigðsmál, samgöngumál og atvinnu- og húsnæð­ismál.

Í máli sínu fór hún yfir uppbygg­ingu og stöðu atvinnu á Vopna­firði. Hún ræddi mikil­vægi góðrar heil­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð og lagði áherslu á samgöngumál í sveit­ar­fé­laginu og mikil­vægi betri teng­ingar við Aust­ur­land.

Þetta er í sjötta sinn sem ríkis­stjórnin heldur sumar­fund sinn utan Reykja­víkur, en áður hefur ríkis­stjórnin fundað í Lang­holti í Snæfellsbæ, í Mývatns­sveit, á Hellu, á Suður­nesjum og Ísafirði.

Meðfylgj­andi eru myndir frá fund­inum.