Frá og með 1. janúar næstkomandi mun Vopnafjarðarhreppur einungis afgreiða frístundastyrk í gegnum umsóknarkerfi Abler.
Markmið breytingarinnar er að einfalda ferlið og hraða afgreiðslu umsókna.
Við hvetjum þá sem eiga það eftir, að kynna sér kerfið og sækja um alla styrki í gegnum Abler eftir áramót en allt frístundastarf sveitarfélagsins er skráð þar.