Tengir hf. heldur áfram vinnu við lagn­ingu ljós­leiðara í þétt­býli Vopna­fjarðar

Tengir hf. mun halda áfram að leggja ljós­leiðara á Vopna­firði í sumar og eru fram­kvæmdir þegar hafnar. Góðar móttökur og jákvætt viðmót Vopn­firð­inga einkenndu fram­kvæmdir síðasta árs og það verða því kunn­ugleg andlit frá síðasta ári sem munu mæta austur á nýjan leik. 

Haldið verður áfram þar sem frá var horfið og nær fram­kvæmda­svæðið að þessu sinni til Vall­holts, Stein­holts, Sigtúns og Hamra­hlíðar að hluta.

Sölu­full­trúar hafa sent upplýs­inga­blöð og fram­kvæmda­leyfi á alla á áætluðu fram­kvæmda­svæði. Þá eru verk­stjóri og tækni­maður búnir að hitta á húseig­endur og meta lagna­leiðir og hentuga inntaks­staði fyrir ljós­leiðara.

Ef einhverjar spurn­ingar vakna hvetjum við ykkur til að hafa samband við Hall­grím, sölu­full­trúa Tengis (í síma 460 0487 eða ljos@tengir.is) sem heldur utan um verk­efnið. 

Fáeinir notendur sem tóku inn ljós­leiðara á síðasta ári eiga eftir að virkja hann/panta þjón­ustu. Tengir hf. býður einnig fram aðstoð við notendur í því ferli.

Gleði­legt fram­kvæmda­sumar!  

Heima­síða Tengis hf.