Fram­kvæmdum við Selár­laug frestað um óákveðinn tíma

Vegna breyttra aðstæðna og í samráði við verk­taka, hefur verið ákveðið að fresta fram­kvæmdum í Selár­laug um óákveðinn tíma en loka átti laug­inni 1. nóvember sl.

Nýr fram­kvæmda­tími verður ákveðinn á næstu vikum, í tengslum við fjár­hags- og fram­kvæmda­áætlun 2026.

Sund­laugin verður því áfram opin samkvæmt venju­legri vetr­aropnun.