Vegna breyttra aðstæðna og í samráði við verktaka, hefur verið ákveðið að fresta framkvæmdum í Selárlaug um óákveðinn tíma en loka átti lauginni 1. nóvember sl.
Nýr framkvæmdatími verður ákveðinn á næstu vikum, í tengslum við fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2026.
Sundlaugin verður því áfram opin samkvæmt venjulegri vetraropnun.