Fram­kvæmda­sjóður ferða­mannastaða auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­mannastaða vegna fram­kvæmda á árinu 2023. Umsókn­ar­frestur er til klukkan 13 miðviku­daginn 5. október 2022. 

Hvað er styrkhæft#hvad-er-styrkhaeft

Fram­kvæmda­sjóður ferða­mannastaða fjár­magnar fram­kvæmdir á ferða­manna­stöðum og ferða­manna­leiðum í eigu eða umsjón sveit­ar­fé­laga og einka­aðila.

Sjóðnum er heimilt að fjár­magna fram­kvæmdir er snúa að:

  • Öryggi ferða­manna.
  • Nátt­úru­vernd og uppbygg­ingu.
  • Viðhaldi og verndun mann­virkja og náttúru.
  • Fjár­mögnun undir­bún­ings- og hönn­un­ar­vinnu sem er nauð­synleg vegna áður­greindra fram­kvæmda.

Hins vegar er sjóðnum ekki heimilt m.a. að:

  • Að bera rekstr­ar­kostnað af mann­virkjum og vegna nátt­úru­vernd­ar­svæða eða annarra ferða­mannastaða.
  • Að fjár­magna fram­kvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbygg­ingu innviða til verndar náttúru
  • og menn­ing­ar­sögu­legum minjum.
  • Að veita fjár­magni til verk­efna sem þegar er lokið.

Umsóknarferlið#umsoknarferlid

Ítar­lega er farið yfir umsókn­ar­ferlið og þau skil­yrði sem þarf að uppfylla á sérstakri umsókn­ar­síðu á vef Fram­kvæmda­sjóðs ferða­mannastaða en sjálft umsókn­ar­formið er á island.is.  Meðal annars kemur fram að umsóknir geta fallið í annan eftir­far­andi flokka eftir eðli verk­efn­isins:

  • I – Þjón­usta/aðstaða á ferða­mannastað eða ferða­manna­leið:
  • II – Úrbætur vegna nátt­úru­verndar og/eða öryggis á ferða­mannastað eða ferða­manna­leið:

Mikil­vægt að vanda umsóknir

Vænt­an­legir umsækj­endur eru hvattir til að kynna sér vel  þau lög sem gilda um Fram­kvæmda­sjóð ferða­mannastaða nr. 75/2011 og reglu­gerð nr. 782/2017 og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Umsækj­endum er bent á að kynna sér vel gæða­viðmið sjóðsins sbr. gæða­mats­blað ásamt ýmsum frekari upplýs­ingum sem finna má á umsókn­ar­síðu.

Upplýs­inga­síða um umsóknir

Umsókn­ar­síða