Frá aðgerða­stjórn á Aust­ur­landi

Spá um afleitt veður í fjórð­ungnum er að ganga eftir. Þjóð­veg­inum um Möðru­dals­öræfi og Vopna­fjarð­ar­heiði hefur verið lokað. Vatns­skarð gæti lokast með skömmum fyrir­vara. Þá er verið að loka vegarkafl­anum frá Höfn að Djúpa­vogi sem og Breið­dals­heiði og Öxi. Vegna hvass vinds og vind­strengja á fjörð­unum í kvöld og til fyrra­máls mun ekkert ferða­veður verða þar á þeim tíma frekar en annars­staðar í fjórð­ungnum, en gert er ráð fyrir 35 til 40 m á sek í meðal­vindi og 45 til 50 metrar í hviðum, sérstak­lega sunn­antil. Hægara verður á aust­fjörðum fram­eftir degi en hvessir þar síðdegis og verður mjög hvasst í nótt og fram á morgun.
Aðgerða­stjórn hvetur að þessu sögðu til inni­veru í dag og fram til fyrra­máls. Ef enn á eftir að huga að lausa­munum, rusla­tunnum, til að mynda, er rétt að koma þeim í skjól hið fyrsta.
Þar sem rafmagn kann að fara af meðan ofsinn gengur yfir eru viðkvæmar stofn­anir og fyrir­tæki beðnar um að huga að viðbrögðum vegna þess. Íbúar og hvattir til að hafa kerti og/eða vasa­ljós til reiðu. Fari rafmagn af mun það vonandi ekki standa lengi.
Gætum að okkur, verum heima og leggjum þannig okkar af mörkum til að aðrir geti verið það einnig.
Tilkynn­ingar frá aðgerða­stjórn verða sendar út eftir því sem veðrinu vindur fram.