Vel heppnað fjöl­menn­ing­arkaffihús

Fjöl­menn­ing­ar­há­tíðin á Vopna­firði var haldin í þriðja sinn í gær, sunnu­daginn 14. apríl í Mikla­garði. 

Hátíðin er haldin til að fagna fjöl­breyti­leik­anum sem dafnar í samfé­laginu okkar en á Vopna­firði eru nú íbúar af 25 þjóð­ernum.

Í ár var sett upp kaffihús og boðið var upp á kaffi og veit­ingar frá Úkraínu, Svart­fjalla­landi, Búlgaríu, Tælandi, Pakistan, Rúmeníu, Írlandi, Finn­landi og Póllandi.

Hátíðin var einstak­lega vel heppnuð en u.þ.b. 300 manns mættu til að gæða sér á kræs­ing­unum og kynna sér menn­ingu og matar­hefðir gest­gjaf­anna.

 

Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni:#her-ad-nedan-ma-sja-myndir-fra-hatidinni

Myndir: Bobana Micanovic og Gulmira Kanakova#myndir-bobana-micanovic-og-gulmira-kanakova