Fjölmenningarhátíðin á Vopnafirði var haldin í þriðja sinn í gær, sunnudaginn 14. apríl í Miklagarði.
Hátíðin er haldin til að fagna fjölbreytileikanum sem dafnar í samfélaginu okkar en á Vopnafirði eru nú íbúar af 25 þjóðernum.
Í ár var sett upp kaffihús og boðið var upp á kaffi og veitingar frá Úkraínu, Svartfjallalandi, Búlgaríu, Tælandi, Pakistan, Rúmeníu, Írlandi, Finnlandi og Póllandi.
Hátíðin var einstaklega vel heppnuð en u.þ.b. 300 manns mættu til að gæða sér á kræsingunum og kynna sér menningu og matarhefðir gestgjafanna.
Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni:#her-ad-nedan-ma-sja-myndir-fra-hatidinni


