Deili­skipulag Skála­nes­hverfis á Vopna­firði, kynning tillögu á vinnslu­stigi

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps auglýsir hér með tillögu á vinnslu­stigi að nýju deili­skipu­lagi fyrir Skála­nes­hverfið á Vopna­firði, skv. ákv. gr. 5.6.1 í skipu­lags­reglu­gerð.

Skipu­lagstil­lagan er kynnt á vinnslu­stigi í samræmi við 4.mgr. 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Deili­skipu­lagið nær til Skála­nes­hverfis, íbúða­byggð­ar­innar syðst í kaup­túninu. Ekkert deili­skipulag nær til þessa svæðis í dag. Mark­miðið er að ná fram heil­stæðu skipu­lagi og yfir­bragði fyrir hverfið. Þá er stefnt að nýtingu auðra svæða undir nýjar íbúða­húsa­lóðir og að nýta betur land og innviði í þétt­býlinu, ásamt því að styrkja hverfið.

Tillagan er aðgengileg á vef sveit­ar­fé­lagsins og í gegnum Skipu­lags­gátt, mál nr. 189/2025.

Almenn­ingi er gefinn kostur á að senda inn ábend­ingar til og með 21. mars 2025. Tekið er á móti athuga­semdum á rafrænan hátt í gegnum Skipu­lags­gátt. Hægt er að óska eftir nánari leið­bein­ingum gegnum netfangið sigurdur.jonsson@efla.is

Umsagnir um skipu­lagsmál teljast til opin­berra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fund­ar­gerðum sveit­ar­fé­lagsins og eru aðgengileg opin­ber­lega á Skipu­lags­gátt­inni.

Skipu­lags­full­trúi Vopna­fjarð­ar­hrepps

Sigurður Jónsson