Byggða­merki Vopna­fjarð­ar­hrepps kjörið Norræna sveit­ar­fé­lags­merkið 2024

Societas Heraldica Scandi­navica hefur kjörið merki Vopna­fjarð­ar­hrepps sem Norræna sveit­ar­fé­lags­merkið 2024!

Þá afhenti full­trúi Societas Heraldica Scandi­navica og stjórn­ar­með­limur, Halldór Bald­ursson, sveit­ar­stjóra Vopna­fjarð­ar­hrepps, Valdimar O. Hermanns­syni, viður­kenn­ing­ar­skjal og grip í tilefni kjörsins.

Societas Heraldica Scandi­navica telur að með merki sínu tengi Vopna­fjarð­ar­hreppur arfleifð íslenskra forn­sagna og tákn­máls­hefð skjald­ar­merkja­fræð­innar. Því hefur félagið kjörið merki Vopna­fjarð­ar­hrepps norræna sveit­ar­fé­lags­merkið 2024.

Vopna­fjarð­ar­hreppur er dæmi um byggð­ar­félag sem hefur lengi haft dreka í sínu merki, en núver­andi útfærsla var gerð hjá Kolofon hönn­un­ar­stofu árið 2020.

Blái liturinn í merkinu vísar til hafs og fjalla, en drekinn vísar til frásagnar í Heimskringlu. Þar segir að Haraldur Gormsson Dana­kon­ungur hafði í hyggju að fara herför til Íslands og sendi njósnara til að kanna aðstæður. Sá var fjöl­kunn­ugur og brá sér í hvals­líki fyrir ferðina. Hann kom í Vopna­fjörð og ætlaði að ganga á land, en þar kom á móti honum dreki mikill og fylgdu margir ormar, pöddur og eðlur, sem spúðu eitri. Njósn­arinn fékk svip­aðar móttökur í öðrum lands­hlutum og ekkert varð af herför Dana­kon­ungs til Íslands.

Societas Heraldica Scandi­navica (www.heraldik.org) er norrænt félag áhuga­manna um skjald­ar­merkja­fræði. Árið 2019 ákvað félagið að kjósa norrænt sveita­fé­lags­merki ársins og frá og með árinu 2020 hefur slíkt kjör farið fram árlega. Með þessu vill félagið heiðra sveit­ar­félög, sem nota merki sitt með prýði, en einnig kemur til álita skjald­fræðileg útfærsla merkis. Merki Vopna­fjarð­ar­hrepps á hrós skilið fyrir einfald­leika og skýra teng­ingu við sögu frá miðöldum.

Á síðari árum hafa ný sveit­ar­félög orðið til á Norð­ur­löndum vegna samruna sveit­ar­fé­laga og þar með hefur skapast þörf fyrir ný sveit­ar­fé­laga­merki. Önnur sveit­ar­félög hafa látið gera nýja útfærslu fyrri merkja — oft með tilliti til staf­rænnar notk­unar. Skjald­ar­merkja­fræðin hafa þann mikla kost, að merkið er skil­greint með inni­haldi sínu, en ekki með útfærsl­unni. Það þýðir að unnt er að forma merkið á ýmsan hátt til marg­vís­legrar notk­unar, en merkið er þó í eðli sínu hið sama. Societas Heraldica Scandi­navica telur mikil­vægt að vekja athygli á góðum dæmum um slíka endur­nýjun, til fyrir­myndar öðrum sveit­ar­fé­lögum, sem íhuga að breyta merkjum sínum.

Ef áhugi er fyrir nánari upplýs­ingum má hafa samband við:

Valdimar O. Hermannsson — Sveit­ar­stjóri Vopna­fjarð­ar­hrepps — valdi­marh@vfh.is

Halldór Bald­ursson — Formaður Sociatas Heraldica Islandica — halldorba@simnet.is

Rúna Dögg Cortez — Kolofon hönn­un­ar­stofa — runa@kolofon.is

Stjórnarmenn Societas Heraldica Islandica; (f.v.) Jón Þór Hannesson, Halldór Baldursson og Matthías Jóhannesson ásamt Valdimar O. Hermannssyni, sveitastjóra Vopnafjarðarhrepps.#stjornarmenn-societas-heraldica-islandica-f-v-jon-thor-hannesson-halldor-baldursson-og-matthias-johannesson-asamt-valdimar-o-hermannssyni-sveitastjora-vopnafjardarhrepps

Valdimar O. Hermannsson, sveitastjóri Vopnafjarðarhrepps, tekur við viðurkenningunni úr hendi Halldórs Baldurssonar, stjórnarmanns Societas Heraldica Scandinavica.#valdimar-o-hermannsson-sveitastjori-vopnafjardarhrepps-tekur-vid-vidurkenningunni-ur-hendi-halldors-baldurssonar-stjornarmanns-societas-heraldica-scandinavica

Ljósmyndir: Hilmar Þór Norðfjörð#ljosmyndir-hilmar-thor-nordfjord