Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum: Fyrir­hug­aðar lokanir vegna viðhalds

Viðhalds­vinna hefst á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum við Gríms­staði (vegnúmer 1) í dag, 18. ágúst. Á meðan vinnan stendur yfir verður brúin að mestu lokuð en umferð verður leyfð yfir brúna á fyrir­fram ákveðnum tímum, fjórum sinnum á dag. Gert er ráð fyrir að fram­kvæmd­irnar standi yfir í 1-2 vikur.

Unnið verður alla virka daga frá klukkan 8:00 á morgnana til klukkan 19:00 á kvöldin. Opið verður fyrir umferð yfir brúna á eftir­far­andi tímum dags:

09:45 – 10:15

12:00 – 13:00

14:45 – 15:15

16:45 – 17:15

Brúin verður einnig opin fyrir umferð frá kl. 19:00 að kvöldi til 08:00 að morgni næsta dags.

Lokanir ættu ekki að hafa mikil áhrif á neyð­ar­flutn­inga þar sem unnt verður að opna fyrir umferð um brúna með skömmu fyrir­vara ef aðstæður krefjast.

Upplýs­inga­skilti með leið­bein­ingum og merk­ingum verða sett upp við brúna.

Vega­gerðin hvetur vegfar­endur til að sýna þolin­mæði, fylgja merk­ingum og virða fyrir­mæli á svæðinu.