Breytt gjald­skrá sund­laugar

Sveit­ar­stjórn samþykkti á fundi sínum í desember sl. að gera breyt­ingar á gjald­skrá sund­laugar en undan­farin ár hafa eldri borg­arar og öryrkjar ásamt börnum upp að 16 ára aldri með skráð lögheimili í Vopna­fjarð­ar­hreppi ekki greitt fyrir aðgang að sund­laug sveit­ar­fé­lagsins. Ný gjald­skrá sund­lauga tók gildi í ársbyrjun.

Við ákvörðun sveit­ar­stjórnar var litið til úrskurðar Innviða­ráðu­neyt­isins sem komst að þeirri niður­stöðu í úrskurði sínum á liðnu ári að óheimilt væri samkvæmt lögum að útfæra gjald­skrár sund­staða þannig að í þeim fælist mismunun á grund­velli lögheim­il­is­skrán­ingar.

Vopna­fjarð­ar­hreppur býður öllum börnum til 16 ára aldurs og örorku- og elli­líf­eyr­is­þegum í sund árið 2024 óháð búsetu.