Bréf sem hittir í mark

Vopna­fjarð­ar­hreppi barst nýverið vel útfært bréf frá þeim Atla Vikari, Gabríel Anthony, Írenu Sól og Vikt­oríu Líf  með ósk um nýjan fótbolta­völl. 

Sveit­ar­fé­lagið brást með ánægju við erindinu og innan skamms hófust fram­kvæmdir á vegum þjón­ustumið­stöðvar. Nú er markið komið á Skála­nestúnið og mun eflaust nýtast vel.

Við kunnum krökk­unum bestu þakkir fyrir bréfið.
Fram­tíðin er sann­ar­lega björt þegar unga fólkið í samfé­laginu sýnir frum­kvæði og fram­taks­semi sem þessa.

Bréfið og myndir má sjá hér að neðan: