Vopnafjarðarhreppi barst nýverið vel útfært bréf frá þeim Atla Vikari, Gabríel Anthony, Írenu Sól og Viktoríu Líf með ósk um nýjan fótboltavöll.
Sveitarfélagið brást með ánægju við erindinu og innan skamms hófust framkvæmdir á vegum þjónustumiðstöðvar. Nú er markið komið á Skálanestúnið og mun eflaust nýtast vel.
Við kunnum krökkunum bestu þakkir fyrir bréfið.
Framtíðin er sannarlega björt þegar unga fólkið í samfélaginu sýnir frumkvæði og framtakssemi sem þessa.
Bréfið og myndir má sjá hér að neðan:



