Björg Einars­dóttir hlýtur menn­ing­ar­verð­laun SSA

Björg Einars­dóttir á Bust­ar­felli, hlaut menn­ing­ar­verð­laun Samtaka sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi (SSA) á sjöunda haust­þingi samtak­anna sem haldið var á Vopna­firði 18. sept­ember síðast­liðinn. Björg hefur varið rúmum fjórum áratugum í ómet­an­legt starf við Minja­safnið á Bust­ar­felli, þar sem hún hefur unnið að varð­veislu menn­ing­ar­arfs svæð­isins, auk víðtækrar þátt­töku í samfé­lags­störfum á Vopna­firði. Björg hefur þar starfað í kven­fé­laginu, veiði­fé­lagi og safn­að­ar­starfi svo eitt­hvað sé nefnt. Í ræðu formanns SSA kom m.a. fram að hún væri vel að verð­laun­unum komin fyrir ómet­an­legt framlag til menn­ingar- og samfé­lags á Aust­ur­landi.

Á þinginu komu saman sveit­ar­stjórn­ar­full­trúar og stjórn­endur frá fjórum sveit­ar­fé­lögum Aust­ur­lands ásamt full­trúum Aust­ur­brúar. Ásamt veit­ingu menn­ing­ar­verð­launa, voru þar m.a. samþykktar álykt­anir um bætta geðheil­brigð­is­þjón­ustu, tafar­lausar samgöngu­fram­kvæmdir og jöfnun raforku­kostn­aðar. Heið­urs­gestur þingsins var Smári Geirsson, kennari, sveit­ar­stjórn­ar­maður og sagn­fræð­ingur, sem hefur markað djúp spor í sögu og menn­ingu Aust­ur­lands.

Nánar um Haust­þingið má lesa á heima­síðu Aust­ur­brúar.

Við viljum óska Björgu inni­lega til hamingju með verð­skulduð menn­ing­ar­verð­laun SSA!