Bænda­dagar í Hofsá 2025

Bænda­dagar Vopna­fjarð­ar­hrepps í Hofsá haustið 2025 eru lausir til umsóknar fyrir íbúa Vopna­fjarðar.

Um er að ræða fjóra dagparta á tíma­bilinu 16. til 20. sept­ember 2025.

Umsóknir skulu inni­halda nafn, kenni­tölu, síma­númer og netfang umsækj­anda.

Umsóknum skal skilað á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps eða á netfangið irisj@vfh.is merkt „Bænda­dagar 2025“.

Skil­yrði fyrir þátt­töku er að lögheimili sé skráð í Vopna­fjarð­ar­hreppi.

Umsókn­ar­frestur er til og með sunnu­degi 14. sept­ember 2025.

Allar umsóknir verða settar í pott sem dregið verður úr þann 15. sept­ember 2025 og í fram­haldi af því verður haft samband við veiði­leyf­is­hafa.