Bændadagar Vopnafjarðarhrepps í Hofsá haustið 2025 eru lausir til umsóknar fyrir íbúa Vopnafjarðar.
Um er að ræða fjóra dagparta á tímabilinu 16. til 20. september 2025.
Umsóknir skulu innihalda nafn, kennitölu, símanúmer og netfang umsækjanda.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps eða á netfangið irisj@vfh.is merkt „Bændadagar 2025“.
Skilyrði fyrir þátttöku er að lögheimili sé skráð í Vopnafjarðarhreppi.
Umsóknarfrestur er til og með sunnudegi 14. september 2025.
Allar umsóknir verða settar í pott sem dregið verður úr þann 15. september 2025 og í framhaldi af því verður haft samband við veiðileyfishafa.