Auglýst eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbygg­ing­ar­sjóð Aust­ur­lands. Uppbygg­ing­ar­sjóður Aust­ur­lands er samkeppn­is­sjóður og miðast styrk­veit­ingar við árið 2021. Lokað verður fyrir umsóknir kl. 23 þann 15. október. 

Hlut­verk Uppbygg­ing­ar­sjóðs er að styrkja menn­ingar-, atvinnu- og nýsköp­un­ar­verk­efni sem falla að Sókn­aráætlun Aust­ur­lands. Auk þess veitir sjóð­urinn stofn- og rekstr­ar­styrki til menn­ing­ar­verk­efna. Uppbygg­ing­ar­sjóður Aust­ur­lands er samkeppn­is­sjóður og miðast styrk­veit­ingar við árið 2021.

Vinnu­stofa þar sem umsækj­endur geta fengið kynn­ingu og leið­sögn varð­andi umsókn­ar­ferlið verður á Vopna­firði 8. október milli kl. 13:30 og 15:30 í Kaup­vangi.

Vinnu­stofur hefjast á kynn­ingu á Uppbygg­ing­ar­sjóði, úthlut­un­ar­reglum og vinnu­lagi við umsóknir. Eftir það veitir ráðgjafi viðtöl vegna einstakra umsókna og verk­efna­hug­mynda.

Athugið að nauð­syn­legt er að skrá sig á vinnu­stof­urnar hér.