Aftaka­veðri er spáð í nótt og á morgun

Fundi Veður­stof­unnar og almanna­varna vegna aftaka­veðurs sem spáð er á morgun var að ljúka. Vindur verður allt að 60 metrar í hviðum á Aust­fjörðum. Veðrinu lýst sem „foktjóna­veðri“ og líkist veðri sem var í janú­ar­mánuði 2021. Það mun standa hæst frá hádegi á morgun og fram á kvöld gangi spár eftir. Íbúar því hvattir til að huga vel að lausa­munum og ekki síður að vera ekki á ferð á þessum tíma.
Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu á Aust­fjörðum en tals­verðri á Möðru­dals­ör­æfum. Vega­gerð er í viðbragðs­stöðu á öllu svæðinu og má gera ráð fyrir lokun vega meðan veður verður hvað verst.
Rekstr­ar­að­ilar bíla­leiga til að mynda, hótela og gisti­húsa eru hvattir til að koma skila­boðum til erlendra viðskipta­vina sinna sem þeir eru í samskiptum við, um veðrið framundan með leið­bein­ingum um að vera ekki á ferli meðan það gengur yfir.
Lögreglan hvetur alla til að fylgjast vel með veðurspá og fylgja þeim leið­bein­ingum sem þar eru gefnar.
Hægt er að fylgjast með tilkynn­ingum og frekari upplýs­ingum á Face­book­síðu lögregl­unnar á Aust­ur­landi.