Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með skipulagslýsingu fyrir ofangreint verkefni skv. ákv. gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð.
Breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006- 2026 vegna byggingar nýs veiðihúss við Hofsá í landi Einarsstaða, ásamt vegagerð og tilheyrandi framkvæmdum.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps áformar breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006- 2026 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmiðið með byggingu nýs veiðishúss er að styrkja frekar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og bæta samkeppnishæfni þess. Er það í samræmi við hugmyndir sveitarstjórnar um uppbygginu í ferðaþjónustu til að styrkja atvinnulíf í Vopnafirði. Unnið verður deiliskipulag með nánari útfærslu framkvæmda og mannvirkja
Lýsing verkefnisins er kynnt í Skipulagsgáttinni, www.skipulagsgatt.is: Veiðihús í landi Einarsstaða, nr. 0188/2025, og á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.
Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og athugasemdir við lýsinguna til og með 21. mars 2025. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið sigurdur.jonsson@efla.is.
Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.
Skipulagsfulltrúi Vopnafjarðarhrepps
Sigurður Jónsson