Aðal­skipulag Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006-2026, Aðal­skipu­lags­breyting og nýtt deili­skipulag. Skipu­lags­lýsing, kynning

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps auglýsir hér með skipu­lags­lýs­ingu fyrir ofan­greint verk­efni skv. ákv. gr. 4.2.4 í skipu­lags­reglu­gerð.

Breyt­ingar á aðal­skipu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006- 2026 vegna bygg­ingar nýs veiði­húss við Hofsá í landi Einars­staða, ásamt vega­gerð og tilheyr­andi fram­kvæmdum.

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps áformar breyt­ingar á aðal­skipu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006- 2026 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
Mark­miðið með bygg­ingu nýs veið­is­húss er að styrkja frekar ferða­þjón­ustu í sveit­ar­fé­laginu og bæta samkeppn­is­hæfni þess. Er það í samræmi við hugmyndir sveit­ar­stjórnar um uppbygginu í ferða­þjón­ustu til að styrkja atvinnulíf í Vopna­firði. Unnið verður deili­skipulag með nánari útfærslu fram­kvæmda og mann­virkja

Lýsing verk­efn­isins er kynnt í Skipu­lags­gátt­inni, www.skipu­lags­gatt.is: Veiðihús í landi Einars­staða, nr. 0188/2025, og á heima­síðu Vopna­fjarð­ar­hrepps.

Almenn­ingi er gefinn kostur á að senda inn ábend­ingar og athuga­semdir við lýsinguna til og með 21. mars 2025. Tekið er á móti athuga­semdum á rafrænan hátt í gegnum Skipu­lags­gátt. Hægt er að óska eftir nánari leið­bein­ingum gegnum netfangið sigurdur.jonsson@efla.is.

Umsagnir um skipu­lagsmál teljast til opin­berra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fund­ar­gerðum sveit­ar­fé­lagsins og eru aðgengileg opin­ber­lega á Skipu­lags­gátt­inni.

Skipu­lags­full­trúi Vopna­fjarð­ar­hrepps

Sigurður Jónsson