Þar sem vinna við fjárhagsáætlun 2026 er hafin, þá er þess óskað að þeir aðilar sem ekki eru með samninga og hyggjast sækja um styrk frá Vopnafjarðarhreppi fyrir árið 2026, geri það fyrir 30. september 2025.
Styrkir eru veittir til einstaklinga eða félagasamtaka sem eru að vinna að verkefnum sem gagnast samfélaginu á Vopnafirði.
Eftirfarandi þarf að koma fram í umsókn um styrk frá Vopnafjarðarhreppi:
- Tilefni umsóknarinnar, þ.e. hvaða verkefni er verið að sækja um
- Hvaða upphæð er verið að sækja um í styrk frá sveitarfélaginu
- Hvenær á árinu 2026 er fyrirhugað að unnið sé að verkefninu
- Stutt verkefnalýsing á verkefninu og hverjum það mun nýtast
Sveitarstjórn setur fyrirvara um að mögulegt sé að verða við öllum umsóknum.
Umsóknir berist til skrifstofu Vopnafjarðarhrepps eða á netfangið irisj@vfh.is.