Umsókn um styrki fyrir 2026

Þar sem vinna við fjár­hags­áætlun 2026 er hafin, þá er þess óskað að þeir aðilar sem ekki eru með samn­inga og hyggjast sækja um styrk frá Vopna­fjarð­ar­hreppi fyrir árið 2026, geri það fyrir 30. sept­ember 2025.

Styrkir eru veittir til einstak­linga eða félaga­sam­taka sem eru að vinna að verk­efnum sem gagnast samfé­laginu á Vopna­firði.

 

Eftir­far­andi þarf að koma fram í umsókn um styrk frá Vopna­fjarð­ar­hreppi:

  • Tilefni umsókn­ar­innar, þ.e. hvaða verk­efni er verið að sækja um
  • Hvaða upphæð er verið að sækja um í styrk frá sveit­ar­fé­laginu
  • Hvenær á árinu 2026 er fyrir­hugað að unnið sé að verk­efninu
  • Stutt verk­efna­lýsing á verk­efninu og hverjum það mun nýtast

Sveit­ar­stjórn setur fyrir­vara um að mögu­legt sé að verða við öllum umsóknum.

Umsóknir berist til skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps eða á netfangið irisj@vfh.is.