Vopnafjarðarhreppur auglýsir húsnæði sveitarfélagsins við Skálanesgötu 8b til leigu.
Íbúðin getur verið laust strax til afhendingar.
Um er að ræða vandaða, fullbúna íbúð með tveimur svefnherbergjum.
Íbúðin er leigð út með helstu tækjum í eldhúsi (ísskáp, uppþvottavél, ofni og helluborði) og á baði (sturtuklefi og vegghengt WC). Viðarparket og flísar eru á gólfum. Gólfhiti er á baði og í anddyri.
Íbúðin við Skálanesgötu 8b:
- Þriggja herbergja íbúð (tvö svefnherbergi), samtals 78,1 fermetri að stærð.
- Verönd er fyrir utan stofu. Í stofu og eldhúsi er hátt til lofts (u.þ.b. 3,2 m).
- Húsin eru timburhús með einhalla þaki, dökkgrá timburklæðning er á útveggjum. Gluggakarmar eru úr PVC.
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2023.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, Vopnafirði, eða í tölvupósti á netfangið skrifstofa@vfh.is.
Athugið að eldri umsóknir óskast endurnýjaðar!
Umsóknareyðublað - húsnæði | doc / 40 kb |
Application for rental housing | pdf / 149 kb |