Íbúð til leigu: Skála­nes­gata 8b

Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir húsnæði sveit­ar­fé­lagsins við Skála­nes­götu 8b til leigu.
Íbúðin getur verið laust strax til afhend­ingar.

Um er að ræða vandaða, full­búna íbúð með tveimur svefn­her­bergjum.

Íbúðin er leigð út með helstu tækjum í eldhúsi (ísskáp, uppþvottavél, ofni og hellu­borði) og á baði (sturtu­klefi og vegg­hengt WC). Viðarp­arket og flísar eru á gólfum. Gólf­hiti er á baði og í anddyri.

Íbúðin við Skála­nes­götu 8b:

  • Þriggja herbergja íbúð (tvö svefn­her­bergi), samtals 78,1 fermetri að stærð.
  • Verönd er fyrir utan stofu. Í stofu og eldhúsi er hátt til lofts (u.þ.b. 3,2 m).
  • Húsin eru timb­urhús með einhalla þaki, dökkgrá timb­urklæðning er á útveggjum. Gluggakarmar eru úr PVC.

Umsókn­ar­frestur er til og með 18. júní 2023.

Umsóknum skal skila á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps, Hamra­hlíð 15, Vopna­firði, eða í tölvu­pósti á netfangið skrif­stofa@vfh.is.

Athugið að eldri umsóknir óskast endur­nýj­aðar!