Athygli er vakin á slæmri veðurspá sunnu­daginn 9. október

Afleitu veðri er spáð á Norður- og Aust­ur­landi á morgun og fram á mánudag.
Rauð veður­við­vörun er í gildi fyrir okkar lands­hluta á morgun sunnudag 9. október.
Norð­vestan 15-25 m/s með mikilli rign­ingu eða slyddu, en snjó­komu á fjall­vegum.
Miklar líkur eru á að ísing setjist á raflínur og einnig eru miklar líkur á að færð spillist og ekkert ferða­veður verður á svæðinu á meðan viðvör­unin er í gildi.
Gert er ráð fyrir að færð taki að spillast á fjall­vegum norð­austan- og aust­an­lands strax í fyrra­málið.
Gangi spár eftir mun Vega­gerðin loka Möðru­dals­ör­æfum og öðrum fjall­vegum.
Veðrið mun ganga niður þegar líður á mánu­dags­morgun.
Íbúar eru hvattir til að vera ekki á ferð­inni meðan veður gengur yfir, huga að lausa­munum og tryggja. Búfjár­eig­endur beðnir um að huga að skepnum sínum vegna úrkomu og vinds.
Förum varlega, höldum okkur heima við og tryggjum þannig eigið öryggi og annarra.