Við gerð nýrrar vefsíðu Vopnafjarðarhrepps var haft að leiðar-ljósi hvernig bæta mætti upplýsingagjöf til íbúa og helstu hagsmunaaðila.
Meðal nýjunga sem þegar eru komnar í gagnið er að notendum vefsíðunnar gefst möguleiki á að vakta ákveðna málaflokka. Það er gert með því að fara á heimasvæði málaflokksins á vefnum og velja þar Áskrift að efni ofarlega hægra megin.
Dæmi: Vakta Menntun.
Ef notandi vill fylgjast með fræðslumálum fer hann þessa leið:
Forsíða → Þjónusta → Menntun og finnur þar Áskrift að efni. Þar skráir viðkomandi netfang. Þá er sendur póstur á netfangið til staðfestingar. Hver notandi getur verið áskrifandi að öllum þeim málaflokkum sem hægt er.
Vopnafjarðarhreppur sendir svo þeim áskrifendum sem hafa skráð sig póst á mánudagsmorgnum með öllu því nýjasta sem tengist málaflokknum í sérsniðnu fréttabréfi.