Sveitarstjórn er skipuð 7 fulltrúum, kosnum í sveitarstjórnarkosningum fjórða hvert ár. Sveitarstjórn fundar að jafnaði 3. fimmtudag hvers mánaðar.
Við kosningar 14. maí 2022 voru tveir listar í framboði í Vopnafjarðarhreppi og skiptust atkvæði með eftirfarandi hætti:
- B-listi Framsóknarflokks og óháðra hlaut 190 atkvæði, 4 fulltrúa.
- H-listi Vopnafjarðarlistans hlaut 185 atkvæði, 3 fulltrúa.
Á kjörskrá voru 504. Atkvæði greiddu 392 eða 77,8%. Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar fór fram 3. júní 2022.