Í litlu sveitarfélagi eins og Vopnafirði eru fæstir þættir sveitarstjóra óviðkomandi en hann er einnig tengiliður sveitarfélagsins við stjórnvöld, hvoru tveggja innan fjórðungsins sem og á landsvísu.
Sveitarstjóri vinnur náið með sveitarstjórn, sem er æðsta stjórnstig hreppsins, situr fundi sveitarstjórnar og vinnur í umboði hennar.
Sara Elísabet Svansdóttir tók formlega við sem sveitarstjóri í maí 2020 en hafði þá í nokkra mánuði verið starfandi sveitarstjóri.