Ungmennaráð

Fundur nr. 14

Kjörtímabilið 2022—2026

19. júní 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 14 kjörtímabilið 2022-2026, var haldinn í ungmennaráði Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 18. júní kl. 8:00 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps.

1. Erindi#1-erindi

  • Kynning á styrk í þágu farsældar

    ​Styrkur sem hægt er að sækja um varðandi verkefni í nafni farsældar. Sameiginlegur fundur Fjarðarbyggðar, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps, þar sem unnið er að því að sækja styrk vegna farsældar. Umsóknarfrestur er til 30 júní nk.

  • Aðgerðaráætlun Barn­vænt sveita­félag

    ​Kynning á vinnu varðandi aðgerðaráætlun. Áætlað að Vopnafjarðarhreppur fái viðurkenningu fyrir árslok 2025.

  • Ungmennaráð 2024-25

    ​Farið var yfir fundargerðir ungmennráðs. Ungmennráð ánægt með hversu jákvætt hefur verið tekið í ýmis erindi. Spurningar varðandi skólalóð.

    Bókun Ungmennaráðs: Hvað er að frétta af skólalóðinni, vinna átti að hefjast þar síðasta vor, trambólín eru komin. Ungmennaráð óskar eftir svörum frá sveitastjórn varðandi skólalóðina.
    Ljósaskilti við gangbrautir vantar ennþá.
    Fengum ekki svör varðandi kostnaði skólafæðis, er eðlilegt að áætlað sé sama magn af mat fyrir 1. bekk og 10. bekk?


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:50.