Ungmennaráð

Fundur nr. 12

Kjörtímabilið 2018—2022

19. mars 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 15:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 12 í ungmennaráði Vopnafjarðarhrepps var haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 15:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Drög að reglum um snjómokstur í Vopna­fjarð­ar­hreppi

    ​Lagt fram til kynningar. Ungmennaráð bendir á að það þurfi að skoða betur tímasetningu á forgangi tvö en lýsir jafnframt yfir ánægju með reglurnar.

  • Sumar­nám­skeið í félags­mið­stöð­inni

    ​Hugmyndir ræddar um viðburði í tenglum við sumarnámskeiðin vera í samstarfi við björgunarsveit, sveitaferð, heimsókn í Brim og margt fleira.

  • Göngu­stígar í sveita­fé­laginu

    ​Ungmennaráð vil lýsa yfir ánægju með að byrjað sé að laga göngustígana. Vill koma með tillögu að nýjum göngustíg fyrir ofan bæinn þar sem mikið er af gangandi vegfarendum og vinsæl gönguleið en hámarkshraði er 70. kílómetrar og skapar það mikla hættu fyrir göngufólk.

    Sjá mynd í viðhengi.

  • Fyrir­spurnir til sveit­ar­stjórnar

    ​Hver er kostnaðurinn við matinn í skólanum?
    Á að vera sama magn á 1. bekk og á elstu bekkina? 
    Er eitthvað að frétta af salatbar í skólanum?

    Ungmennaráð vill bóka athugasemd við fundargerðir nefnda og ráða í sveitafélaginu, ófullnægjandi og mættu vera ítarlegri.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:50.