Ungmennaráð
Fundur nr. 6
Kjörtímabilið 2022—2026
23. janúar 2024
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 16:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur var haldinn í ungmennaráði Vopnafjarðarhrepps á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps mánudaginn 22. janúar kl. 16:00.
- Menningar- og atvinnumálanefnd óskar eftir hugmyndum Ungmennaráðs á viðburðum ætluðum börnum á bæjarhátíðinni Vopnaskaki fyrir árið 2024.
Hugmyndir:
Hofsball- fjölskylduball, sama snið og hefur verið. Rafíþróttamót/féló og Listasmiðjur eða námskeið í golfi, frisbigolfnámskeið. Sandvíkurdagur - strandblak, fótbolti, kastalagerð, grillað og hafa rútuferðir.
- Barnaþing - Barnvænt sveitafélag hugmyndir
Verður haldið í Miklagarði, föstudaginn 23. febrúar.
Málaflokkar:
a) Andleg heilsa ungs fólks í sveitafélaginu - Þjónusta og aðgengi
b) Mannréttindi í skólanum - betri kynningu á barnasáttmála, mannréttindasáttmála
c) Fjölbreytni í íþróttum - frístundum
d) Hverju viltu breyta í sveitafélaginu svo þér líði betur. Fá álit allra barna.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:15.