Fundur nr. 1
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 16:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
Erindisbréf ungmennaráðs tekið fyrir og kynnt fyrir nýjum meðlimum ungmennaráðs. Ákveðið að hafa fundi annan hvern mánuð á mánudögum kl. 16:00.
Spurningakönnun var lögð fyrir nemendur í 5.-10. bekk í Vopnafjarðarskóla í september sl. og starfsfólk Vopnafjarðarhrepps fyrir ári síðan. Ungmennaráð vill að starfsfólk sveitarfélagsins fái betri kynningu á barnasáttmálanum. Könnun kemur ekki vel út.
Undirbúningur fyrir fund með UNICEF 19. október og 2. nóvember. Stutt kynning verður á hvað ungmennaráð UNICEF hefur verið að gera með ungum loftlagssinnum meðal annars.
Halda þarf barnaþing til að geta haldið áfram með ferlið að verða barnvænt sveitarfélag. Á barnaþingi fá börn í sveitarfélaginu tækifæri til að tjá skoðanir sínar og viðhorf til sveitarfélagsins og þeirrar þjónustu sem það veitir. UNICEF mælir sterklega með því að ungmennaráð taki virkan þátt í skipulagningu og undirbúningi þingsins.