Ungmennaráð

Fundur nr. 1

Kjörtímabilið 2022—2026

8. september 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 17:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur var haldinn í félagsheiminu Miklagarði 8.september 2022 kl. 17:00.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Kjör formanns og vara­for­manns ungmenna­ráðs

  ​Verkefnastjóri stakk uppá að Mikael Viðar yrði formaður og varaformaður verði María Björg Magnúsdóttir. Samþykkt samhljóða.

 • Erind­is­bréf fyrir ungmennaráð

  ​Lagt fram til kynningar. Ungmennaráð óskar eftir breytingu á  4. gr. Að bætt sé inní 4. gr. að ef ekki næst tilætlaður fjöldi nemenda úr tíunda bekk þá sé fjölgað um einn í 9 bekk. Eins ef enginn býður sig fram í framhaldskóladeildinni þá megi bæta við úr grunnskólanum.  

 • Fund­ar­tími

  ​Tillaga að hafa fund fyrsta mánudag í mánuði kl. 16. Samþykkt samhljóða.

 • Hönnun á skólalóð

  ​Kynning á tillögum frá grunnskólabörnum. Ungmennaráð hvetur til þess að farið sé í að klára skólalóðina. 

 • Farið yfir verk­efni ungmenna­ráðs

  ​Lagt fram til kynningar

 • Samfé­lags­miðlar og tölvu­póstur

  ​Netfang ungmennaráðs kynnt - ungamennarad@vfh.is

 • Önnur mál


  a)Göngustígar
  Ábending frá ungmennaráði að laga göngustíga að gera þá hjólavæna, göngustígarnir eru mjög grófir og vont að ganga á þeim.  

  b)Sparkvöllur
  Ungmennaráð óskar eftir því að farið sé í að skipta um gúmmí í sparkvelli. 

  c)Þátttaka í samfélaginu
  Ungmennaráð óskar eftir því að fá að taka meiri þátt í og það verði hlustað á hugmyndir barna og unglinga þegar ákvarðanir eru teknar varðandi ýmis menningamál eins og viðburði, Vopnafjarðardaga og fleira.  Ungmennaráð getur alveg hjálpað til og unnið. 

  d)Íþróttaskóli Einherja 
  Ungmennaráð hvetur til þess að sveitafélagið í samvinnu við Ungmennafélagið Einherja komi íþróttaskóla af stað aftur.  

  e)Bréf til Einherja
  Ungmennaráð skrifaði bréf til Einherja þar sem Ungmennafélagið er hvatt til að byrja aftur með íþróttaskóla fyrir leikskólabörn, jafnfram bauð ungmennaráð fram aðstoð sína svo að það geti orðið að veruleika.Fundargerð samþykkt og fundi slitið kl 18:30