Ungmennaráð

Fundur nr. 8

Kjörtímabilið 2018—2022

20. október 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 15:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í Ungmennaráði 20.október 2021 kl. 15:00.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Kynning á starf­semi ungmenna­ráðs

  ​Farið var yfir samþykkt og hlutverk ungmennaráðs.

 • Barna­sátt­máli sameinuðu þjóð­anna / Barn­vænt Sveita­félag

  ​a. Bæklingur frá Unicef um Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna ,,þekktu réttindi þín“ skoðaður og voru 1, 2, 3, og 12 grein skoðaðar sérstaklega.

  b. Kahoot- Barnvænt sveitafélag


 • Önnur mál

  ​Spurning kom upp varðandi lýsingu við skólalóð. Bent var á að myrkur er komið um kvöldmatarleytið. Laga þarf grindverkið

  Enn og aftur kemur ábending um að Ungmennaráð vill láta fjarlægja rampinn sem ekki er notaður fyrir hjólabretti, getur verið hættulegur í bleytu.

  Járngrindur við útidyr Vopnafjarðarskóli eru hættulegar, ungmennaráð óskar eftir því að settar verði gúmmímottur td. í staðinn. Fleiri ruslatunnur í bæinn. Fleiri hraðahindranir við Hafnarbyggð. Ábending kom einnig vegna holóttra vega.

  Uppástunga frá Ungmennaráði; þegar skipt verður um undirlag á fótboltavelli væri mögulega hægt að fá hita undir svo hægt sé að nýta völlinn allt árið.


Fundi slitið kl. 15:53