Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 33

Kjörtímabilið 2022—2026

19. desember 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps, miðvikudaginn 10. desember 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Aðal­skipulag Vopna­fjarð­ar­hrepps til 2040, til kynn­ingar

    ​Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Tillagan verður gerð aðgengilega almenningi á vef Vopnafjarðarhrepps en stefnt er að því að taka aðalskipulagið til 2040 til afgreiðslu hjá ráðinu í janúar 2026.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Veiðihús í landi Einars­staða – aðal­skipu­lags­breyting

    ​Auglýsingu tillögunnar er lokið. Umsagnir bárust frá Langanesbyggð, Svæðisskipulagsnefnd SSA, Fiskistofu, Slökkviliði Múlaþings, Norðurþingi, Náttúrufræðistofnun, Múlaþingi, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og samþykkir að gera viðeigandi lagfæringar á tillögunni. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa tillögunni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Nýtt deili­skipulag í landi Einars­staða

    ​Auglýsingu tillögunnar er lokið. Umsagnir bárust frá Fiskistofu, Slökkviliði Múlaþings, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og samþykkir að gera viðeigandi lagfæringar á tillögunni.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa tillögunni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Rarik, strengur – Innviðir raforku

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hafn­armál: flutn­ingur á dýpk­un­ar­tækjum

    ​Lagt fram til kynningar, tilboð frá Vegagerðinni á flutningi dýpkunartækja vegna fyrirhugaðra hafnarframkvæmda.

  • Hafn­armál: sérfræði­álit vegna fyrir­hug­aðra hafn­ar­fram­kvæmda

    ​Fyrir liggur sérfræðiálit Ólafs Sveinssonar vegna fyrirhugaðrar fjárfestinga í hafnarsjóð. Álitið er tekið saman í samræmi við ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum, um miklar fjárfestingar og skuldbindingar. Lagt fram til kynningar.

  • Fund­ar­gerð Úrgangs­ráðs Aust­ur­lands nr. 1, 111125, til kynn­ingar

    Lagt fram til kynningar.

  • Fund­ar­gerð Úrgangs­ráðs Aust­ur­lands nr. 2, 241125, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:45.