Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 31

Kjörtímabilið 2018—2022

19. nóvember 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps, miðvikudaginn 19. nóvember 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Aðgangur tollyf­ir­valda af mynda­véla­kerfi á höfnum

    ​Lagt fram til kynningar. Erindinu hefur verið svarað af sveitarstjóra.

    Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Innsent bréf frá Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands: Ályktun vegna aðal­skipu­lags sveit­ar­fé­laga

    ​Fyrir liggur ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands vegna aðalskipulags sveitarfélaga.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu áfram til skipulagsráðgjafa.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Innsent bréf: Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingar Íslands, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Endur­skoðun húsnæð­isáætlana 2026

    ​Fyrir liggur endurskoðun húsnæðisáætlunnar 2026 fyrir Vopnafjarðarhrepp.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að vinna að endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið og leggja drög fyrir ráðið í janúar 2026.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Nýjar leið­bein­ingar við bygg­ing­ar­reglu­gerð, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Innsent bréf frá Vega­gerð­inni: Veghelg­un­ar­svæði vegna hleðslu­stöðva

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Aðal­skipulag Vopna­fjarð­ar­hrepps til 2040 – umhverf­is­skýrsla

    ​Fyrir liggur umhverfisskýrsla sem hluti að aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps til 2040. Lagt fram til kynningar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkæmdaráð vísar skýrslunni til næsta fundar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:45.