Umhverfis- og framkvæmdaráð
Fundur nr. 30
Kjörtímabilið 2022—2026
10. september 2025
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 13:00
Mætt til fundar
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps, miðvikudaginn 10. september 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.
- Umsókn um stöðuleyfi fyrir SODAR vindmælitæki
wpd Ísland ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp vindmælitæki (SODAR) á Sandvíkurheiði til eins árs.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Merkjalýsing Krossavík 3
Fyrir liggur merkjalýsing fyrir Krossavík 3 til samþykktar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að verða við erindinu.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Framkvæmdir við Selárlaug
Lagt fram til kynningar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps vill benda á að samkvæmt teikningum er gert ráð fyrir færri snögum og almennri
skiptiaðstöðu. Spurning um að athuga með skápa í stað snaga. Einnig bendir ráðið á mikilvægi þess að gæta hófs varðandi kostnað í efnisvali, hönnun og öllu utanumhaldi.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Innsent erindi: Hafnarvog – kaup á nýrri bílavog og umgengni umhverfis vigtarhús
Fyrir liggur innsent erindi frá starfsmanni Vopnafjarðarhafnar, Lárusi Ármannssyni, þar sem óskað er eftir því að tekið verði fyrir mál hvað varðar kaup á nýrri bílavog og umgengni umhverfis vigtarhús.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps vísar umræðu um kaup á nýrri bílavog til fjárhagsáætlunarvinnu 2026. Umgengnismálum er vísað til sveitarstjóra og förstöðumanns þjónustumiðstöðvar til úrlausnar.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Deiliskipulag Sundabúðar, lýsing
Fyrir liggur lýsing fyrir nýtt deiliskipulag Skálaneshverfis sem er til komið vegna mögulegrar uppbyggingar á 3-4 íbúðum fyrir aldraða austan við hjúkrunarheimilið Sundabúð.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt og hafin verði undirbúningur að gerð fornleifaskráningar fyrir svæðið.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:35.