Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 29

Kjörtímabilið 2022—2026

20. ágúst 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps, miðvikudaginn 20. ágúst 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn fyrir bílskúr á Hafn­ar­byggð 29

    ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi ásamt umsögn minjavarðar og slökkviliðs. Umsækjandi hefur aflað samþykki nágranna.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn: Breyt­ingar og endur­bætur, Selár­laug

    ​Fyrir liggur byggingarleyfisumsókn um breytingar og endurbætur á þjónustuhúsi við Selárlaug.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Breyting á aðal­skipu­lagi, Veiðihús við Einars­staði

    ​Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna veiðihúss við Einarsstaði í Hofsárdal.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til athugunar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Nýtt deili­skipulag, Veiðihús við Einars­staði

    ​Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir veiðihús við Einarsstaði í Hofsárdal.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt. Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Fram­kvæmda­leyfi: Skóg­rækt á þjóð­lendu í Selárdal

    ​Kynning á framkvæmdaleyfisumsókn mál nr. 543/2025 er lokið. Umsagnir bárust frá Slökkviliði Múlaþings, Svæðisskipulagsnefnd, Hafrannsóknastofnun, Náttúruverndarstofnun og Náttúrufræðistofnun.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps fór yfir umsagnir og athugasemdir sem þar koma fram. Ráðið samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist og að teknu tilliti til athugasemda í umsögnum.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með sex atkvæðum. Kristrún Ósk Pálsdóttir situr hjá.


  • Minn­is­blað varð­andi nýbygg­ingu við Sundabúð

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Deili­skipulag Skála­nes­hverfis

    ​Deiliskipulag Skálaneshverfis Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Skálaneshverfi. Skipulagsráðgjafi hefur brugðist við athugasemdum og gert viðeigandi breytingar á tillögunni.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Fram­kvæmda­leyfi: Undir­bún­ings­fram­kvæmdir á Ásgarði

    ​Fyrir liggur minnisblað frá hafnarstjóra um undirbúningsframkvæmdir á Ásgarði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdunum. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Fjallskil Vopna­fjarð­ar­hrepps, gangna­seðill

    ​Fjallskilaskrá Vopnafjarðarhrepps 2025 liggur fyrir fundinum. Fjallskilastjóri er Eyþór Bragi Bragason.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fjallskilaskrá ársins 2025 og verður hún birt á vef sveitarfélagsins auk þess sem hægt verður að nálgast prentuð eintök á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Styrk­vegir Vega­gerð­ar­innar, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00.