Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 26

Kjörtímabilið 2022—2026

22. apríl 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps þriðjudaginn 22. apríl 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn í Háteigi

    ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á fjósi í Háteigi.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Fram­kvæmda­leyf­is­um­sókn frá Skúta­bergi ehf. fyrir efnis­vinnslu

    Fyrir liggur umsókn frá Skútabergi ehf. fyrir töku í efnisnámu E1.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi að undangenginni úttekt á núverandi stöðu námunnar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Fram­kvæmda­leyf­is­um­sókn frá Lands­verki ehf. fyrir efnis­vinnslu

    ​Fyrir liggur umsókn frá Landsverki ehf. fyrir töku í efnisnámu E1.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi að undangenginni úttekt á núverandi stöðu námunnar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Aðal­skipulag – Breyt­ing­ar­til­laga vegna veiði­húss í landi Einar­staða

    ​Kynningu á skipulagslýsingu fyrir verkefnið er lokið. Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir, athugasemdir og samantekt frá skipulagsráðgjafa um viðbrögð við þeim. Fyrir liggur vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir veiðihús í landi Einarsstaða ásamt tilheyrandi framkvæmdum. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Deili­skipulag – Veiðihús í landi Einars­staða, tillaga á vinnslu­stigi

    ​Fyrir liggur vinnslutillaga að nýju deiliskipulagi fyrir veiðihús í landi Einarsstaða ásamt tilheyrandi framkvæmdum.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Umsagnir um vinnslu­til­lögu fyrir Skála­nes­hverfi

    ​Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir fyrir deiliskipulag Skálaneshverfis.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að beina því til skipulagsráðgjafa að vinna úr umsögnum og athugasemdum í samráði við umsagnaraðila og leggja tillögu að viðbrögðum fyrir ráðið.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Hafn­armál, til kynn­ingar

    ​Sveitarstjóri fór yfir stöðu Vopnafjarðarhafnar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:15.