Fundur nr. 25
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
NefndarmaðurÁsmundur Ingjaldsson
NefndarmaðurLárus Ármannsson
NefndarmaðurAgnar Karl Árnason
NefndarmaðurSigurður Grétar Sigurðsson
NefndarmaðurKristrún Ósk Pálsdóttir
NefndarmaðurValdimar O. Hermannsson
SveitarstjóriSigurður Jónsson
Skipulags- og byggingarfulltrúiÍris Edda Jónsdóttir
Verkefnastjóri stjórnsýsluFyrir liggur erindi frá Umhverfis-, orku- og lofslagsráðuneytinu þar sem gerð er athugasemd við tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Plássið í miðbæ Vopnafjarðarkauptúns. Athugasemdin lýtur að því að í tillögu sem send var inn til ráðuneytisins var ekki tekið tillit til athugasemda Minjastofnunar Íslands og fullnægjandi leiðréttingar gerðar til að koma til móts við athugasemdir stofnunarinnar.
Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og Orkustofnun) barst, dags 13. Apríl 2021, umsókn um breytingu á starfsleyfi frá Vopnafjarðarhreppi og var nýlega hafnað.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu jarðsvæða.
Fyrir liggur framkvæmdaleyfisumsókn Sólarsala til styrkingar og endurbóta á núverandi veiðislóða á norðurbakka Hofsár.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Vegslóði sem gert er ráð fyrir að endurbyggja og nýbygging vegar er ekki sýndur á núverandi aðalskipulagi. Náma þar sem fyrirhuguð efnistaka er ráðgerð er ekki heldur sýnd á gildandi aðalskipulagi. Umhverfis- og framkvæmdaráð telur því ekki fært að verða við erindinu en vísar til breytinga á aðalskipulagi og tillögu að nýju deiliskipulagi sem nú er í vinnslu þar sem gert er ráð fyrir þessum áformum.
Fyrir liggur umsókn frá Brimi um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Vakurstaða.
Skipulagsráðgjafi fór yfir stöðu verkefna hjá Yrki arkitektum fyrir sveitarfélagið.
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar kom inn á fundinn og gerði grein fyrir fyrirhuguðum reglum um snjómokstur.
Austurbrú mun kynna drög að svæðisáætlun, stefnu sveitarfélaganna á Austurlandi í úrgangsmálum og drög að aðgerðaráætlun í úrgangsmálum fyrir Austurland fyrir kjörnum fulltrúum fimmtudaginn 13. mars nk. Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóri fór yfir helstu tölur á höfninni.