Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 24

Kjörtímabilið 2022—2026

12. febrúar 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 9. janúar 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Fram­kvæmda­leyf­is­um­sókn vegna skóg­ræktar í þjóð­lendu í Selárdal

    ​Umsókn liggur fyrir frá Six Rivers um leyfi til skógræktar og uppgræðslu á þjóðlendu innarlega í Selárdal í Vopnafirði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps telur ekki ástæðu til að grenndarkynna erindið og samþykkir að kynna framkvæmdaleyfisumsóknina í Skipulagsgátt. Bæta þarf upplýsingum um fyrirhugaðar girðingar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Umsagn­ar­beiðni: Tungu­ár­virkjun í Þist­il­firði

    ​Fyrir liggur umsagnarbeiðni vegna Tunguárvirkjun í Þistilfirði mál 129/2025 og 130/2025 í Skipulagsgátt.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir við lýsingu.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Bréf frá ungmenna­ráði Vopna­fjarð­ar­hrepps: Göngu­stígar í kaup­túninu

    ​Umhverfis- og framkvæmdaráði barst bréf frá ungmennaráði um ósk eftir betrumbætingu á göngustígum í kauptúninu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra ásamt þjónustumiðstöð að halda áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Skipu­lags­lýsing vegna nýrrar stað­setn­ingar veiði­húss í Hofs­árdal

    ​Lögð fram drög af skipulagslýsingu vegna nýrrar staðsetningar veiðihúss í Hofsárdal.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Deili­skipulag Skála­nes­hverfis – uppfærð tillaga

    ​Fyrir liggur uppfærð tillaga af deiliskipulagi Skálaneshverfis.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Hafn­armál, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:44.