Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 23

Kjörtímabilið 2022—2026

9. janúar 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 15:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 9. janúar 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Breyting á stað­setn­ingu á veiði­húsi við Hofsá

    ​Sólarsalir ehf. leggja fram áform um breytingu á staðsetningu veiðihúss við Hofsá og óskar eftir að aðalskipulagi verði breytt ásamt nýju deiliskipulagi skilað inn í kjölfarið/samhliða aðalskipulagi.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að heimilað verði að gera breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að gera ráð fyrir nýrri staðstetningu veiðihúss við Hofsá á landi Einarsstaða. Jafnframt verði framkvæmdaaðila heimilað að vinna deiliskipulag fyrir fyrirhuguð framkvæmdaáform.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Hafn­armál, til kynn­ingar

    ​Sveitarstjóri fór yfir verkefni og framkvæmdir sem eru á döfinni við Vopnafjarðarhöfn.

  • Deili­skipulag Skála­nes­hverfis

    ​Gunnar Ágústsson, skipulagsráðgjafi kom inn á fund í gegnum fjarfundarbúnað og fór yfir drög að deiliskipulagi Skálaneshverfis.

    Deiliskipulag verður áfram í vinnslu hjá ráðgjafa í samræmi við umræður á fundinum.

    Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:13.