Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 22

Kjörtímabilið 2022—2026

11. desember 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 11. desember 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn, Skála­nes­gata 7

    ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna byggingar sólskála við Skálanesgötu 7.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að falla frá grenndarkynningu með vísan til 5 mgr. 13. gr. skipulagslaga og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi þegar öll gögn liggja fyrir. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Deili­skipulag á Skála­nes­hverfi, til kynn­ingar

    ​Fyrir liggur deiliskipulag á vinnslustigi fyrir Skálaneshverfi.

    Lagt fram til kynningar.


  • Breyting á stað­setn­ingu á veiði­húsi við Hofsá

    ​Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og framkvæmdaráð getur fallist á að gera breytingu á staðsetningu veiðihússins en óskar eftir frekari upplýsingum um þessi áform, nákvæma staðsetningu, aðkomu og fleira, ásamt formlegri ósk um breytingu á aðalskipulagi.

  • Funda­dag­skrá 2025

    ​Fundardagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs lögð fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:29.