Umhverfis- og framkvæmdaráð
Fundur nr. 21
Kjörtímabilið 2022—2026
8. október 2024
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 8. október 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.
- Skógrækt — Breytingar á tillögu að nýju aðalskipulagi
Fyrir liggja breytingar á tillögu að nýju aðalskipulagi er varðar skógrækt í sveitarfélaginu frá Yrki Arkítektar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu til sveitarstjórnar til samþykktar.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Verndarsvæði í byggð
Fyrir liggja breytingar á Verndarsvæði í byggð eftir ábendingar Minjastofnunar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirlagðar breytingar á Verndarsvæði í byggð og vísar erindinu til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Lagt fram til kynningar. Samþykkt samhljóða.
- Stafræn byggingarleyfi, til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Skráning lóðar að Búðaröxl, til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Ábendingar umhverfis- og framkvæmdaráðs í fjárhagsáætlun 2025
Umhverfis- og framkvæmdaráðs bendir á eftirfarandi atriði varðandi vinnu við fjárhagsáætlun 2025.
a. Umbætur á leikvöllum í þorpinu, nýr jarðvegur mikilvægur (mjúkt undirlag, gúmmíhellur)
b. Yfirfara göngustíga og setja ljósastaura á göngustíga
c. Gangstétt í kringum Sundabúð
d. Áframhaldandi vinna með göngustíga milli gatna og hverfa
e. Viðhald á Kolbeinstangavita – Kostnaðarmat. Auka athugun varðandi gönguleið og bílastæði að vitanum.
f. Yfirfara gangbrautir (Umferðaröryggi)
g. Varúðarskylti . Ráðið vill benda á að athuga með viðvörunarskilti víða um kauptúnið í samráði við Slysavarnardeildina Sjöfn
h. Merkingar og frágang í fuglahúsi á Straumseyri.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:08.