Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 18

Kjörtímabilið 2022—2026

12. júní 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 12. júní 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Aðal­skipu­lags­breyting vegna veiði­húss í Hofs­árdal

    ​Fyrir liggja umsagnir um vinnslutillögu fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna veiðihúss í Hofsárdal ásamt tillögu skipulagsráðgjafa að viðbrögðum.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Deili­skipu­lagstil­laga vegna veiði­húss í landi Hofs

    ​Fyrir liggja umsagnir um vinnslutillögu fyrir nýtt deiliskipulags fyrir veiðihús í landi Hofs ásamt uppfærðri skipulagstillögu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Aðal­skipulag Vopna­fjarð­ar­hrepps til 2040

    ​Umsagnir um vinnslutillögu fyrir aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps til 2040 lagðar fram til kynningar ásamt tillögu skipulagsráðgjafa að viðbrögðum við þeim. Aðalskipulag er áfram í vinnslu.

  • Umsagnir vegna fram­kvæmda­leyf­is­um­sóknar í landi Torfastaða

    ​Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Svæðisskipulagsnefnd sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Landi og skógum. Einnig hefur borist bréf frá umsækjanda þar sem að hann fjallar um athugasemdirnar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir allar umsagnir og telur nauðsynlegt að bregðast við athugasemdum sem þar koma fram. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina því til umsækjenda að endurskoða framkvæmdaáform með hliðsjón af athugasemdum, sérstaklega athugasemdum Umhverfisstofnunar. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að heimila veitingu framkvæmdarleyfis þegar brugðist hefur verið við athugasemdum og endurskoðuð áform um framkvæmdir við skógrækt hefur verið lögð fyrir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Fram­kvæmda­leyfi fyrir land­bótum á jörðum í Selárdal

    ​Fyrir liggur umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir landbótum á jörðunum Áslaugarstöðum, Þorvaldsstöðum og Hamri í Selárdal frá Six Rivers.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu umsóknarinnar og leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdarleyfi verði kynnt fyrir umsagnaraðilum.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Ljós­leið­ara­fram­kvæmdir hjá Tengir á Vopna­firði

    ​Fyrir liggur umsókn um framkvæmdarleyfi vegna áframhaldandi ljósleiðaravæðingar á Vopnafirði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Umsókn um lóð

    ​Fyrir liggur umsókn um lóð við Búðaröxl 9 frá Gamli og strákarnir ehf. 

    Eftirfarandi tilaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með skipulagsfulltrúa og umsækjanda.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Ósk um bygg­ing­ar­leyfi

    ​Fyrir liggur ósk um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á þak Ketilshúss frá Brim hf.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:50.