Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 17

Kjörtímabilið 2022—2026

8. maí 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 08. maí 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Land­bætur í Selárdal

    ​Umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun vegna tilkynningar til ákvörðunar á matsskyldu framkvæmdarinnar. Mál nr. 502/2024.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að senda fyrirliggjandi drög að umsögn og samþykkir að vísa þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Umsókn um fram­kvæmd­ar­leyfi vegna land­bóta í Selárdal 1. áfanga sumarið 2024

    ​Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar erindinu þangað til niðurstaða Skipulagsstofnunnar um matsskyldu framkvæmdar liggur fyrir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Bust­ar­fell bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn

    ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir vélageymslu frá landeiganda Bustarfells.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila útgáfu byggingarleyfis með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Krossavík umsókn um lands­skipti merkjalýsing

    ​Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar Krossavíkur 3 ásamt merkjalýsingu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Lóð fyrir vigt­arhús Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Tillaga frá hafnarverði varðandi skráningu á vigtarhúsinu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði lóð fyrir vigtarhús í samræmi við það sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Umsókn um stað­setn­ingu fyrir fiskbúð

    ​Fyrir liggur erindi frá Rögnvaldi Þorgrímssyni um aðstöðu og staðsetningu fyrir sjálfsafgreiðslu fiskisölu í miðbænum.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar erindinu en leggur til að fundin verði önnur staðsetning á miðbæjarsvæðinu í samvinnu við umsóknaraðila.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:57.