Umhverfis- og framkvæmdaráð
Fundur nr. 16
Kjörtímabilið 2022—2026
10. apríl 2024
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 10. apríl 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.
Verkefnastjóri, Valdimar O. Hermannsson óskar eftir setu sem áheyrnarfulltrúi á fundinum, borið upp til samþykkar. Samþykkt samhljóða.
Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn erindinu: „Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurheimt votlendis á jörðinni Vatnsdalsgerði”. Samþykkt samhljóða.
- Skotvöllur í landi Skóga 2
Erindi vísað frá sveitarstjórn til umræðu og afgreiðslu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa þessu erindi til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða.
- Deiliskipulag Holtahverfis - svör við athugasemdum. Sjá mál nr. 38/2024 í skipulagsgátt.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu skipulagsráðgjafa um viðbrögð við athugasemdum enda kemur fram að hann telur að hægt sé að koma til móts við allar athugasemdir sem bárust.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn um framkvæmdaleyfi - Torfastaðir viðbótargögn
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir eigendum Torfastaða, Torfastaðaskóla, Skóga og Ljótsstaða og kynna jafnframt á vef sveitarfélagsins.
Ráðið samþykkir að leita umsagna hjá HAUST, RARIK, Minjastofnun, Skógræktinni, Fiskistofu, Veiðifélaginu Vesturdalsá, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins.
Samþykkt samhljóða.
- Nýtt veiðihús í landi Hofs við Hofsá - vinnslutillögur. Sjá mál nr. 265/2023 í Skipulagsgátt.
Fyrir liggur vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir nýtt veiðihús í landi Hofs við Hofsá ásamt vinnslutillögu fyrir nýtt deiliskipulag.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að tillögurnar verði auglýstar og kynntar umsagnaraðilum.
Samþykkt samhljóða.
- Framkvæmdaleyfi til efnistöku úr námu E2 við Skógalón.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu með vísan til 5 mgr. 13. gr skipulagslaga og heimilar skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurheimt votlendis á jörðinni Vatnsdalsgerði
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu með vísan til 5. mgr. 13. gr skipulagslaga og heimilar skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:44