Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 15

Kjörtímabilið 2022—2026

7. febrúar 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 7.2 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Deili­skipulag miðbæjar Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Deiliskipulag fyrir miðbæ Vopnafjarðarhrepps lagt fram ásamt drögum að umsögnum um athugasemdir sem bárust.

  Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögnum um athugasemdir og vísar uppfærðri tillögu að deiliskipulagi miðbæjar Vopnafjarðarhrepps til samþykktar í sveitarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.


 • Vernd­ar­svæði í byggð

  ​Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að verndarsvæði í byggð með þeim lagfæringum sem ræddar voru á fundinum og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.


 • Insta­Volt – uppsetning hrað­hleðslu­stöðvar í Vopna­fjarð­ar­hreppi

  ​Lögð fram umsókn um leyfi til uppsetningar hraðhleðslustöðva í Vopnafjarðarhreppi frá InstaVolt.

  Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll gögn hafa borist.

  Samþykkt samhljóða.


 • 460. fundur stjórnar Hafna­sam­bands Íslands

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Skýrsla hafn­ar­varðar nóv 2023 – jan 2024

  ​Skýrsla hafnarvarðar lögð fram til kynningar.

Almenn erindi#almenn-erindi

 • Boðun hafna­sam­bands­þings 2024

  ​Lagt fram boð á Hafnasambandsþing sem haldið verður 24.—25. október á Akureyri.

  Borghildur Sverrisdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs og Sara Elísabet Svansdóttir, hafnarstjóri verða fulltrúar
  Vopnafjarðarhrepps á þinginu.

  Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:45.