Umhverfis- og framkvæmdaráð
Fundur nr. 14
Kjörtímabilið 2022—2026
12. janúar 2024
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 12.1 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.
- Deiliskipulag Holtahverfis
Vinnslutillaga vegna deiliskipulags Holtahverfis lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kynna tillöguna í samræmi við 40.gr. skipulagslaga, í Skipulagsgáttinni og með opnum kynningarfundi ásamt því að senda hana til umsagnar hjá umsagnaraðilum.
Samþykkt samhljóða.
- Deiliskipulag miðbæjar og verndarsvæði í byggð – viðbrögð við athugasemdum
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir drög að svörum við athugasemdum og samþykkir að senda umsögn um athugasemdir í samræmi við drögin og umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá hreppsráði: Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps 2024, til umsagnar
Lögð fram Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2024 til umsagnar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við húnsæðisáætlunina og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá Brim hf: Tímabundin útrásarlögn fyrir Brim á Vopnafirði
Lögð fram beiðni um tímabundna útrásarlögn frá Brim hf. á Vopnafirði og uppfærð gögn.
Fyrir liggur jákvæð umsögn frá HAUST og Umhverfisstofnun.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Agnar Karl Árnason og Lárus Ármannsson sitja hjá.
- Erindi frá Brim hf: Umsókn um stöðuleyfi fyrir rafstöðvar
Lögð fram umsókn um stöðuleyfi fyrir rafstöðvar við Hafnarbyggð 12.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar
skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til eins árs.
Samþykkt með fimm atkvæðum. Lárus Ármannsson greiðir atkvæði á móti.
- Erindi frá Six Rivers Project: Umsókn um leyfi til landbóta í Selárdal, umsagnir
Lagt fram erindi frá Six Rivers Project um leyfi til landbóta í Selárdal.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun og Nátturufræðistofnun.
Með vísan til þeirra athugasemda sem gerðar eru af hálfu
Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar við
fyrirliggjandi áætlun, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að vísa þeim til málsaðila til úrvinnslu.
Sérstaklega er bent á að nauðsynlegt er að skoða betur áhrif á
viðkvæmt náttúrufar á svæðinu , einkum votlendi og svæði með
viðkvæmum gróðri. Það þarf að liggja fyrir ítarlegt mat á áhrifum á
gróðurfar umhverfis ána og áhrif á vatnsbúskapinn eins og kemur fram í athugasemdum í umsögn.
Málsaðila er bent á að leita álits Skipulagsstofnunar á málsmeðferð er varðar tilkynningaskyldu eða umhverfismat áætlunarinnar.
Samþykkt samhljóða.
- Aðalskipulag Múlaþings 2024-2045, beiðni um umsögn
Lögð fram beiðni um umsögn við aðalskipulag Múlaþings 2024-2045.
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.
Samþykkt samhljóða.
- Fundadagskrá 2024
Lögð fram drög að fundardagskrá fagráða fyrir árið 2024. Fundir umhverfis- og framkvæmdaráðs verða haldnir að jafnaði annan miðvikudag í mánuði kl. 10:00.
Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:10.