Umhverfis- og framkvæmdaráð
Fundur nr. 13
Kjörtímabilið 2022—2026
15. nóvember 2023
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 15.11 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.
- Endurskoðun aðalskipulags 2023 – 2040 – kynning á ASK, minnisblað frá Yrki
Lagt fram minnisblað vegna endurskoðunar aðalskipulags 2023 – 2040.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kynna tillöguna í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga, með opnum kynningarfundi ásamt því að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum.
Samþykkt samhljóða.
- Deiliskipulag miðbæjar og verndarsvæði í byggð – athugasemdir við auglýsta tillögu og viðbrögð við athugasemdum
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir athugasemdirnar og samþykkir að senda umsögn um athugasemdir sem byggir á tillögunni.
Samþykkt samhljóða.
- Verndarsvæði í byggð - afgreiðsla
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsráðgjafa að gera viðeigandi breytingar á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá Brim hf: Tímabundin útrásarlögn fyrir Brim á Vopnafirði
Lögð fram beiðni um tímabundna útrásarlögn frá Brim hf. á Vopnafirði.
Fyrir liggur umsögn frá HAUST þar sem kemur fram að framkvæmdin sé ekki í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999.
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir umsækjenda á að skoða þetta betur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Austurlands.
Samþykkt samhljóða.
- Friendly Iceland – beiðni um afnot af lóð
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir vék af fundi.
Lögð fram beiðni um afnot af lóð frá Friendly Iceland.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá Six Rivers Project: Umsókn um leyfi til landbóta í Selárdal
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir kom inn á fund.
Lagt fram erindi frá Six Rivers Project um leyfi til landbóta í Selárdal.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun vegna fyrirhugaðra áforma.
Samþykkt samhljóða.
- Gjaldskrá Vopnafjarðarhafnar 2023
Gjaldskrá Vopnafjarðarhafnar fyrir 2023 lögð fram til kynningar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að bæta inn í gjaldskrá Vopnafjarðarhafnar 2024 leigu á gámasvæði.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:07.