Umhverfis- og framkvæmdaráð
Fundur nr. 12
Kjörtímabilið 2022—2026
13. september 2023
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 13.9 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00.
- Endurskoðun aðalskipulags 2023 – 2040 – flokkun landbúnaðarlands og flokkun vega
Lagt fram til kynningar flokkun landbúnaðarlands og flokkun vega vegna endurskoðunar aðalskipulags til 2040.
- Endurskoðun aðalskipulags 2023 2040 – umhverfisskýrsla
Lögð fram til kynningar umhverfisskýrsla vegna endurskoðunar aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps til 2040.
- Deiliskipulag miðbæjar og verndarsvæði í byggð – athugasemdir við auglýsta tillögu
Lagðar fram athugasemdir vegna tillögu að deiliskipulagi miðbæjar og verndarsvæðis í byggð.
Athugasemdir við deiliskipulag miðbæjarins bárust frá Árna Magnússyni, Hilmari Jósefssyni og Olíudreifingu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar athugasemdunum til nánari úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða.
- Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps vegna veiðihúss við Hofsá – athugasemdir við lýsingu
Lagðar fram umsagnir við lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps vegna veiðihúss við Hofsá til kynningar.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Múlaþingi, Náttúrufræðistofnun íslands, Norðurþingi, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
- Smölun ágangsfjár – minnisblað frá Bændasamtökum Íslands til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Skýrsla hafnarvarðar júní - ágúst 2023
Skýrsla hafnarvarðar fyrir tímabilið júní til ágúst 2023 lögð fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:07.