Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 11

Kjörtímabilið 2022—2026

11. júlí 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 13:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdarráði Vopnafjarðarhrepps 11.7 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Torfastaðir, umsókn um fram­kvæmd­ar­leyfi vegna skóg­ræktar

  Fyrir liggur uppfærð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Torfastaða frá Ygg Carbon og Brim hf. Um er að ræða svæði austan við þjóðveginn.

  Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, HAUST og Minjastofnun Íslands.

  Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll gögn hafa borist.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.


 • Brim, umsókn um fram­kvæmda­leyfi vegna tíma­bund­innar útrás­ar­lagnar

  ​Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna tímabundinnar útrásarlagnar vegna hrognavinnslu frá Brim hf.

  Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll gögn hafa borist. Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar að tryggja þarf að lögnin sé það löng að ekki verði grútarmengun í höfnin

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða. 


 • Gangna­seðill 2023

  ​Fyrir liggur gangnaseðill ársins 2023.
  Fjallskilastjóri er Eyþór Bragi Bragason.

  Umhverfis – og framkvæmdaráð samþykkir gangnaseðil ársins 2023 og verður hann auglýstur á vef sveitarfélagsins.

  Tillagan er borin til upp samþykktar.
  Samþykkt samhljóða. 


 • Múla­þing, umsagn­ar­beiðni um mál nr. 0031/2023 í skipu­lags­gátt­inni: Kynning tillögu á vinnslu­stigi, snjóflóða­varn­ar­keilur norðan Öldu­garðs

  ​Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Múlaþingi um mál nr. 0031/2023 í skipulagsgáttinni: Kynning tillögu á vinnslustigi, snjóflóðavarnarkeilur norðan Öldugarðs.

  Umhverfis og framkvæmdaráð fór yfir framlögð gögn en sér ekki ástæðu til að veita umsögn um tillöguna.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða. 


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:44.